History

1879–1901: Skólastarfið á Sveitaheimilum

Kvennaskóli Húnvetninga var stofnaður 1879. Um þetta leyti voru stofnaðir fjórir skólar á landinu til menntunar kvenna sem var nýmæli: Kvennaskólinn í Reykjavík 1874, Kvennaskólinn á Laugalandi 1877 og Kvennaskóli Skagfirðinga 1877.

Kvennaskolinn_oldhouse

Skólahúsið á Ýtri-Ey

Sveitarfélög í Húnavatnssýslu lögðu fram fé til skólahalds en almenn fjársöfnun fór fram til styrktar nemendum.

Skólanum var komið fyrir á sveitaheimilum, fyrst á Undirfelli, næstu tvö ár á Lækjarmóti og fjórða árið á Hofi.

Árið 1883 tók sýslunefnd Húnavatnssýslu að sér rekstur skólans í samvinnu við sýslunefnd Skagafjarðarsýslu en Kvennaskóli Skagfirðinga hafði þá verið lagður niður. Keypt var hús og jarðarpartur á Ytri-Ey og skólinn

fluttur þangað. Boðið var upp á þriggja ára nám með höfuðáherslu á bóklegar greinar, fatasaum og tilsögn í heimilishaldi.

1901–1978: Skólastarfið á Blönduosi
Árið 1901 fluttist skólinn til Blönduóss í nýbyggt skólahús. Á þeim tímamótum hættu Skagfirðingar þátttöku í rekstrinum.

Aðfaranótt 11. febrúar 1911 brann skólahúsið. Skólanefndarmenn Árni Á Þorkelsson og Þórarinn Jónsson ásamt sýslumanni Gísla Ísleifssyni brugðust strax við vandanum. Skólastarfi var haldið áfram í leiguhúsnæði og hafist var handa um byggingu skólahúss eftir teikningu Einars Erlendssonar byggingameistara í Reykjavík.

Skólahúsið fyrra á Blönduósi

Skólahúsið fyrra á Blönduósi

Kennsla hófst í nýja húsinu haustið 1912.Skólahald lagðist niður veturinn 1918–19 vegna fjárhagsörðugleika og vöruskorts. Árið 1923 var skólanum breytt í húsmæðraskóla sem starfa skyldi í 9 mán. Veturinn 1952–53 féll skólahald niður vegna endurbóta á skólahúsi. Kvennaskólinn var lagður niður haustið 1978.

1978–2005: Skrifstofur í Kvennaskólanum
Blönduóshreppur leigði húsið 1978–1980. Fræðsluskrifstofa Norðurlands vestra tok við húsinu til afnota og var þar til næstu fimmtán árin en siðan skólaskriftstofu A-Hún til 2005.Textill ehf var með vinnustofu í húsinu frá 2002 – 2005.

Frá 2005: Nýtt hlutverk Kvennaskólans
Textilsetur Íslands var stofnað 2005 og flutti í húsið sama ár.Einnig tóku átta konur að sér að setja upp sýning á munum skólans í Kvennaskólanum árid 2005 og þá for af stað hreifing í það átt að gera húsið upp og síðan að koma munum skólans í sýnilegt form til framtíðar.

Vinir Kvennaskólans hafa tekið að sér það verkefnið og vinna nú að gerð minjastofu. Árið 2009 var stofnað Háskólasetur á Blönduósi og staðsett í Kvennaskólanum.

Kennsla í heimilisfræði Grunnskólans hefur verið í Kvennaskólanum frá 1970 til dagsins í dag ennfremur var smíðakennsla í útibyggingu.

Starfsemin er í sífeldri þróun og koma fleiri stofnanir til með að vera með starfsemi sína í húsinu í framtíðinni.